Komin heim í nýja húsið

Á leiðinni heim
Ég var einungis 1 dag upp á spítala þar sem allt hafði gengið svo vel.  Mamma og Pabbi voru í hreiðrinu (vá hvað það var gaman) Mamma og Pabbi voru búin að búa svo vel um mig, en Aldís og Óðinn biðu spennt eftir mér heima.  Aldís var að vísu soddið sein, þar sem hún var í fermingarfræðslu en snúsin mín kom loks að taka á móti mér.  Jensi og Alfa, Palli og Heiða komu í heimsókn auk þess að fara í mat til ömmu Kristínar og afa Jens. Göð hvað það verðu þægilegt að fara til þeirra þegar mamma og pabbi vilja sofa. Svalur

Loksins komin í heiminn

Ég er komin

Þann sjöunda september 2006 fæddist ég, enda voru margir farnir að bíða eftir mér. Þá sérstaklega hún Edda og mamma mín.  Þær sögðu í hvert skipti sem ég fór að sofa, núna kem ég.  En ég stríddi þeim bara í 6 vikur og kom þegar mér hentaði.  Það tók mig ekki langan tíma að koma í heiminn, einungis 4 tíma, pabba og mömmu til mikilla gleði.  Ég var 52 cm og 13,5 mörk (mömmu til mikilla gleði Glottandi.  Amma Guðrún og Pabbi tóku á móti mér og klukkutíma síðar var amma Kristín og "afi og amma" Árni og Edda komin að kíkja á mig. Ég fékk að bíða hjá þeim í c.a. klukkutíma á meðan það var verið að tjasla mömmu saman eftir kappaksturinn. En ég kom víst helst til of hratt fyrir hana mömmu mína. 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband