14.9.2006 | 17:40
Komin heim í nýja húsið

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2006 | 17:28
Loksins komin í heiminn
Þann sjöunda september 2006 fæddist ég, enda voru margir farnir að bíða eftir mér. Þá sérstaklega hún Edda og mamma mín. Þær sögðu í hvert skipti sem ég fór að sofa, núna kem ég. En ég stríddi þeim bara í 6 vikur og kom þegar mér hentaði. Það tók mig ekki langan tíma að koma í heiminn, einungis 4 tíma, pabba og mömmu til mikilla gleði. Ég var 52 cm og 13,5 mörk (mömmu til mikilla gleði . Amma Guðrún og Pabbi tóku á móti mér og klukkutíma síðar var amma Kristín og "afi og amma" Árni og Edda komin að kíkja á mig. Ég fékk að bíða hjá þeim í c.a. klukkutíma á meðan það var verið að tjasla mömmu saman eftir kappaksturinn. En ég kom víst helst til of hratt fyrir hana mömmu mína.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)