Færsluflokkur: Bloggar
10.8.2008 | 20:24
Sumarfríið okkar
Ég er búin að sjá það að maður setur bara inn færslur 2 á ári, einu sinni um jól og svo einu sinni um sumarið. Það er greinilega algjörlega málið.
Ég er nýkomin heim úr maraþon ferðalagi. Við fórum fyrst austur fyrir, byrjuðum í Efri-Vík en þar gistum við eina nótt á hinu stórglæsilega hóteli - Hótel Laki. Það er í ca 7 mín fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri þannig að um kvöldið þá gengum við upp á Systrastapa, pabbi var reyndar sá eini sem fór alla leiðina upp. Daginn eftir drifum við okkur í Hallormsstað en þar var búið að spá besta veðrinu. Á Egilsstöðum hittum við svo Jóa sem vinnur með pabba og hann og Laufey konan hans og stelpurnar þeirra komu og tjölduðu við hliðina á okkur.
Hjördís, Svanhildur, Freyja, Kata Hauks og Ósk mættu svo allar 2 dögum seinna með samtals 7 stykki börn með sér. Það var því alveg hrikalega mikið stuð eins og hægt er að ímynda sér svo komu Kata og Júlíus daginn eftir og þá hófst nú fjörið.
Við vippuðum okkur svo öll yfir á Borgarfjörð Eystri á Bræðsluna og þar mætti Gugga með sin börn. Það var hrikalega mikil stemming á Bræðslunni og þá helst í fjörunni þegar við vorum með lítinn varðeld enda ekkert smá mikið af börnum samankomin þar, svo vissulega var stuð.
Næsti áfangastaður var svo Ásbyrgi en þangað fórum við öll nema Kata en hún var á leið í bústað í Úthlíð. Í Ásbyrgi var algjör steik og auðvitað alveg hrikalega fallegt að vanda.
Við fórum svo heim og þvoðum þvott eftir 10 daga ferðalag, stoppuðum bara heima í 2 daga og fórum svo í ættar útileguna árlegu sem er alltaf um verslunarmannahelgi. Þar koma saman öll systkinin hans afa Jens og börn þeirra og barnabörn. Alltaf alveg hrikalega gaman að hitta þau öll. Þetta árið var útliegan haldin á Skriðulandi sem er nálægt Búðardal. Við fórum svo í Ögur á vestfjörðum á sunnudeginum og tókum allan vestfjarðarhringinn eins og hann leggur sig. Ég var svaka stillt í bílnum bara söng og söng.
Fullt af fínum myndum komnar inn af sumarfríinu okkar svo endilega kíktu á þær
knús til ykkar allra
Kristín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 01:29
Jólin 2007
Þetta voru frábær jól. Óðinn og Aldís voru hjá okkur, við vorum reyndar öll veik systkinin en það kom nú ekki að sök við skemmtum okkur alveg konunglega. Eins og sjá má á myndunum þá er ég með heljarinnar kvef, en alltaf jafn sæt samt, maður tapar ekki sætunni.....
Ég er reyndar alltaf að verða meiri og meiri prakkari og klifurköttur. Ég fer upp á allt og út um allt. Slökkvarar af öllum gerðum finnst mér hvílíkt spennandi. Mér tókst að komast upp á borðstofuborðið um daginn pabba til mikillar gleði.... komst þangað alveg ein og var að dingla í ljósið fyrir ofan borðið þegar pabbi leit á mig... jájá svona er maður klár...
Orðin sem ég kann núna þegar ég er orðin 15 mán eru, mamma, pabbi, datt, takk, skó (fyrsta orðið mitt enda skósjúk), hvað þetta, krakkar, voffi, bolti, jæja, hæ, blæ, ha, opna, nei, MEIRA, (það er sagt endalaust) hóhóhó (jólasveinn) og hef dottið inn á það að segja afi og amma.... Ég er mjög kát og glöð, en nett ákveðin og með skap (það er náttlega beint frá pabba, þetta með gleðina og kátínuna fæ ég audda frá mömmu )
Við sendum ykkur öllum Jóla og Nýárskveðjur og þökkum ykkur fyrir að fylgjast með okkur á árinu (þrátt fyrir hvað við vorum löt að blogga seinni hluta árs)
kossar og knús
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2007 | 01:17
Sumar
Jájá ég veit að fólk er ekki búið að vera að standa sig í blogginu en vá er búið að vera mikið hjá okkur að gera.... veit varla hvar ég á að byrja..... Við stórfjölskyldan vorum allavega rosalega dugleg að ferðast í sumar, fórum ansi víða eins og t.d. á Akureyri, Egilsstaði, Möðrudalsöræfi, Herðubreiðarlindir, Hrísey, Snæfellsnesið, Rif til Gunnu og Balda, Kirkjubæjarklaustur, Skagafjörðinn, Suðurlandið og held ég bara allt nema Reykjanesið.... Svei mér þá, fékk reyndar að sjá Reykjanesið þegar ég fór til Ítalíu eða allavega Reykjanesbæ, þannig að ég held að landið hafi verið skannað. Varð nú reyndar bara einu sinni bílveik og það var þegar við fórum yfir kjöl, en það var allt í góðu við stoppuðum bara og fengum okkur labbitúr og ferkst loft, alsæl eftir það...
Við fórum svo til Ítalíu um miðjan Júlí, ég, pabbi, mamma, Óðinn og Aldís.. Vorum fyrst í sumarhúsi við ströndina rétt við Feneyjar, það var sko algjör krakkastaður (mamma og pabbi voru ekkert allt of hress með svæðið enda rosa túrista staður) en krakkarnir nutu sín í botn og það var aðalatriðið. Þarna voru 2 tívolí, fullt af leikjasölum, veitingastöðum, útimörkuðum, matsölustöðum og svo mætti lengi telja... flugdrekasýningar á hverju kvöldi og diskó, brjálað stuð... Aldís eignaðist meira segja fyrsta kærastann sinn þarna, ítali audda, svo segjast mamma og pabbi ekki ætla með mig þangað þegar ég verð 14!!!!!!!! skil það ekki.........
Nú viku seinna fórum við til Toscana og hittum afa og ömmu, Jens og Ölfu, Regínu og Phillip, Lísu og Júlíu og Ívan og Jens Marc... Við vorum svo öll saman í húsi sem við höfðum leigt í viku. Amma varð líka fertug þannig að þetta var alveg tilvalið tækifæri fyrir okkur að vera öll saman.. Og mikið var gaman við fórum í sund á hverjum degi í brakandi blíðu, öll saman og Jensi frændi kenndi Óðni að kafa.. Fórum til Pisa og St Gimigniano, hreint og beint æðisleg vika
Sumarið í heild var bara æðislegt, pabbi var í fríi (fæðingarorlofi, það er náttlega ekkert annað en frí ) í 2 mánuði þannig að við gerðum ekkert annað en að þvælast um landið þvert og endilangt. Fyrir eins árs aldur var ég búin að fara hringinn í kringum landið, yfir kjöl og til Florida og Ítalíu, geri aðrir betur HAAAA!!!!!!......... Enda eru mamma og pabbi ennþá að tala um það hvað við áttum skemmtilegt sumar, Óðinn var nú líka með okkur í eiginlega allt sumar, held að það hafi líka átt þátt í því hvað okkur fannst gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 16:10
Fyrsta útilegan :)
Jáps nú er mar búin að fara í fyrstu útileguna
Ekkert smá gaman fórum í Skagafjörðinn með Rebekku og Ómari, Elsa vinkona hennar Rebekku og Breki strákurinn hennar voru með okkur fyrri nóttina. Það var auðvitað svaka gaman hjá mér, en ekki hvað, við fórum í Skagafjörðinn og túristuðumst svaka mikið. Á laugardeginum fórum við í Víðimýra kirju þar sem að afi minn og amma giftu sig, og þar eru líka langafi og amma jörðuð ásamt frænku og Stínu. Ég og mamma heisluðum upp á þau öll.
Fórum svo í sund á Bakkaflöt (gistum þar) og grilluðum svo alveg dýrindis máltíð á laugardagskvöldinu, voða gott lambafillet með allskonar meðlæti, Rebekka var alveg að standa sig í því mér finnst lambakjöt svaka gott þannig að ég var alsæl... Mér fannst ekkert smá notalegt að vera í fellihýsinu, þetta var bara eins og risastór vagn, þar sem ég heyrði í vindinum og fuglunum enda svaf ég til hádegis báða dagana (þurfti meira segja að vekja mig annan daginn) algjör purka (mömmu og pabba fannst það nú voða notalegt.....
Nú svo er það Akureyri um næstu helgi þar ætlum við að vera í viku og túristast ennþá meira set inn fleiri myndir eftir það... þangað til
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 11:29
Florida :)
Haldiði ekki bara að maður hafi skellt sér til Florida eins og ekkert sé... Flugið út var tæpir átta tímar eða allavega 7 og hálfur og ég var auðvitað eins og engill allan tímann, svaf í svona 2 tíma og var annars bara í stuði og sjarmeraði vélina
Þegar við komum svo út þurftum við að keyra í klukkutíma til að komast upp á hótel og ég var á síðustu metrunum þegar við náðum loksins í höfn þar... Svo buslaði ég bara í sundlauginni og lagði mig við bakkann og hafði það gott í nokkra daga, mér fannst voða gott að vera í svona hita, greinilega alveg eins og mamma með það, hún rembdist eins og rjúpan við staurinn að ná sér í lit áður en hún færi heim og það reyndar tókst... Ekkert smá notalegt að vera bara á bleyjunni allan daginn og á kvöldin líka, ekkert óþarfa fata stúss og vesen...
Á leiðinni heim grenjaði ég svo í svona 2 mínútur þegar mamma lagði mig niður og vildi að ég færi að sofa, en auðvitað sofnaði ég svo bara og var vakin þegar vélin var að lenda í Keflavík, ekki mikið mál að ferðast með mig
Endilega kíktu á myndirnar mínar úr ferðinni.....
Bloggar | Breytt 4.6.2007 kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 19:55
Nýjar myndir enda stelpan orðin 8 mánaða :)
Nú er komið soldið sumar hjá okkur mömmu :) við erum úti að labba og labba og labba.... mér finnst það náttlega ekkert smá gaman, hangi bara utan á henni og spjalla við hana... endilega kíktu á nýju myndirnar mínar... :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 14:24
Hjá mér er alltaf gaman :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 13:57
Ég er líka komin með 2 tennur :)
Ég er að verða svo stór og klár fyrir þá sem ekki hafa séð mig lengi þá eruð þið sko að missa af miklu bara svo þið vitið það. Ég er komin með tvær tennur algjört Gerber baby :)
Svo er ég farin að sýna öllum hvað ég er stór, og farin að klappa, búin að taka fyrstu skríðu skrefin og farin að reisa mig á fætur þannig að þið getið ímyndað ykkur hvað ég er orðin klár.
Skoðið svo nýju myndirnar mínar og sjáið hvað ég er orðin lík mömmu haha :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 21:40
Ég fékk líka sleikjó ligga ligga lái.....
.... en það var reyndar bara af því að ég var svo sniðug, mamma var með sleikjó og ég gerði mér bara lítið fyrir, greip um þessa hvítu flottu spýtu kippti þessu út úr mömmu og beint upp í minn munn, mömmu brá svo mikið að hún bara hló og þar með gat ég smakkað á þessu gúmmelaði sem hlaut að vera gott fyrst að hún var með það upp í munninum
Annars er nú aldeilis búin að vera dugleg að smakka undanfarið, ég er búin að fá harðfisk sem mér finnst mjög góður, nú brokkolí, blómkál, kartöflur, jú svona allt í lagi ég er ekkert brjáluð í tetta finnst bara grauturinn minn og gulræturnar bestar, en ég var nú víst orðin doldið mikið appelsínugul á tímabili af því að mér finnst gulræturnar bestar þannig að núna fæ ég þær bara annan hvern dag.
En í öllu þessu smökkunarveseni þeirra mömmu og pabba (pabbi er reyndar miklu verri í því að troða í mig dóti, mamma gefur mér bara sleikjó ) þá var ég látin smakka hákarl og mer fannst hann bara ekkert góður. Úff svo lyktaði ég bara (mamma var ekki par ánægð með lyktina enda var ég skrúbbuð vel á eftir)
Ég er semsagt bara askoti hress þó ég hafi lítið látið í mér heyra og er orðin hálfs árs sætari sem aldrei fyrr, komin í mitt eigið herbergi og farin að sofa alla nóttina, frá 21 - 8 á morgnanna mömmu til mikillar gleði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2007 | 01:36
Nýjar myndir og vidjó
Jæja, mamma er svo löt að setja inn nýjar myndir að ég ákvað bara að gera það sjálf. Eða því sem næst, fékk hann pabba minn til að setjast niður og klára þetta verk fyrir hana mömmu, hún var svo löt í dag. Tók bara til og endurraðaði stofunni á meðan ég svaf. Ásamt þess að setja í nokkrar vélar og annað létt verk. Hún gat ekki líka skúrað, fannst það vera svona frekar lélegt af henni.
Jæja endjó ðe píktjúrs.
p.s mamma tók þetta vídíó fyrir mistök, hún var að reyna að taka mynd.
kv. stína b
Bloggar | Breytt 7.1.2007 kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)