Fyrsta útilegan :)

FjölskyldanJáps nú er mar búin að fara í fyrstu útileguna Smile Ekkert smá gaman fórum í Skagafjörðinn með Rebekku og Ómari, Elsa vinkona hennar Rebekku og Breki strákurinn hennar voru með okkur fyrri nóttina. Það var auðvitað svaka gaman hjá mér, en ekki hvað, við fórum í Skagafjörðinn og túristuðumst svaka mikið. Á laugardeginum fórum við í Víðimýra kirju þar sem að afi minn og amma giftu sig, og þar eru líka langafi og amma jörðuð ásamt frænku og Stínu. Ég og mamma heisluðum upp á þau öll.

Fórum svo í sund á Bakkaflöt (gistum þar) og grilluðum svo alveg dýrindis máltíð á laugardagskvöldinu, voða gott lambafillet með allskonar meðlæti, Rebekka var alveg að standa sig í því Wink mér finnst lambakjöt svaka gott þannig að ég var alsæl... Mér fannst ekkert smá notalegt að vera í fellihýsinu, þetta var bara eins og risastór vagn, þar sem ég heyrði í vindinum og fuglunum enda svaf ég til hádegis báða dagana (þurfti meira segja að vekja mig annan daginn) algjör purka (mömmu og pabba fannst það nú voða notalegt.....

Nú svo er það Akureyri um næstu helgi þar ætlum við að vera í viku og túristast ennþá meira set inn fleiri myndir eftir það... þangað til Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband