14.9.2006 | 17:40
Komin heim í nýja húsið
Ég var einungis 1 dag upp á spítala þar sem allt hafði gengið svo vel. Mamma og Pabbi voru í hreiðrinu (vá hvað það var gaman) Mamma og Pabbi voru búin að búa svo vel um mig, en Aldís og Óðinn biðu spennt eftir mér heima. Aldís var að vísu soddið sein, þar sem hún var í fermingarfræðslu en snúsin mín kom loks að taka á móti mér. Jensi og Alfa, Palli og Heiða komu í heimsókn auk þess að fara í mat til ömmu Kristínar og afa Jens. Göð hvað það verðu þægilegt að fara til þeirra þegar mamma og pabbi vilja sofa.

Athugasemdir
Voðalega ertu mikið krútt! Svolítið rauð í framan þarna á myndinni..En það styttist óðum í að ég komi og sjái þig hlakka rosa mikið til :) Innilegar hamingjuóskir frá okkur! Kveðja Ólafía og Baddi
Ólafía Friðbjörnsd (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.