26.12.2007 | 01:17
Sumar
Jájá ég veit að fólk er ekki búið að vera að standa sig í blogginu en vá er búið að vera mikið hjá okkur að gera.... veit varla hvar ég á að byrja..... Við stórfjölskyldan vorum allavega rosalega dugleg að ferðast í sumar, fórum ansi víða eins og t.d. á Akureyri, Egilsstaði, Möðrudalsöræfi, Herðubreiðarlindir, Hrísey, Snæfellsnesið, Rif til Gunnu og Balda, Kirkjubæjarklaustur, Skagafjörðinn, Suðurlandið og held ég bara allt nema Reykjanesið.... Svei mér þá, fékk reyndar að sjá Reykjanesið þegar ég fór til Ítalíu eða allavega Reykjanesbæ, þannig að ég held að landið hafi verið skannað. Varð nú reyndar bara einu sinni bílveik og það var þegar við fórum yfir kjöl, en það var allt í góðu við stoppuðum bara og fengum okkur labbitúr og ferkst loft, alsæl eftir það...
Við fórum svo til Ítalíu um miðjan Júlí, ég, pabbi, mamma, Óðinn og Aldís.. Vorum fyrst í sumarhúsi við ströndina rétt við Feneyjar, það var sko algjör krakkastaður (mamma og pabbi voru ekkert allt of hress með svæðið enda rosa túrista staður) en krakkarnir nutu sín í botn og það var aðalatriðið. Þarna voru 2 tívolí, fullt af leikjasölum, veitingastöðum, útimörkuðum, matsölustöðum og svo mætti lengi telja... flugdrekasýningar á hverju kvöldi og diskó, brjálað stuð... Aldís eignaðist meira segja fyrsta kærastann sinn þarna, ítali audda, svo segjast mamma og pabbi ekki ætla með mig þangað þegar ég verð 14!!!!!!!! skil það ekki.........
Nú viku seinna fórum við til Toscana og hittum afa og ömmu, Jens og Ölfu, Regínu og Phillip, Lísu og Júlíu og Ívan og Jens Marc... Við vorum svo öll saman í húsi sem við höfðum leigt í viku. Amma varð líka fertug þannig að þetta var alveg tilvalið tækifæri fyrir okkur að vera öll saman.. Og mikið var gaman við fórum í sund á hverjum degi í brakandi blíðu, öll saman og Jensi frændi kenndi Óðni að kafa.. Fórum til Pisa og St Gimigniano, hreint og beint æðisleg vika
Sumarið í heild var bara æðislegt, pabbi var í fríi (fæðingarorlofi, það er náttlega ekkert annað en frí ) í 2 mánuði þannig að við gerðum ekkert annað en að þvælast um landið þvert og endilangt. Fyrir eins árs aldur var ég búin að fara hringinn í kringum landið, yfir kjöl og til Florida og Ítalíu, geri aðrir betur HAAAA!!!!!!......... Enda eru mamma og pabbi ennþá að tala um það hvað við áttum skemmtilegt sumar, Óðinn var nú líka með okkur í eiginlega allt sumar, held að það hafi líka átt þátt í því hvað okkur fannst gaman.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.