26.12.2007 | 01:29
Jólin 2007
Þetta voru frábær jól. Óðinn og Aldís voru hjá okkur, við vorum reyndar öll veik systkinin en það kom nú ekki að sök við skemmtum okkur alveg konunglega. Eins og sjá má á myndunum þá er ég með heljarinnar kvef, en alltaf jafn sæt samt, maður tapar ekki sætunni.....
Ég er reyndar alltaf að verða meiri og meiri prakkari og klifurköttur. Ég fer upp á allt og út um allt. Slökkvarar af öllum gerðum finnst mér hvílíkt spennandi. Mér tókst að komast upp á borðstofuborðið um daginn pabba til mikillar gleði.... komst þangað alveg ein og var að dingla í ljósið fyrir ofan borðið þegar pabbi leit á mig... jájá svona er maður klár...
Orðin sem ég kann núna þegar ég er orðin 15 mán eru, mamma, pabbi, datt, takk, skó (fyrsta orðið mitt enda skósjúk), hvað þetta, krakkar, voffi, bolti, jæja, hæ, blæ, ha, opna, nei, MEIRA, (það er sagt endalaust) hóhóhó (jólasveinn) og hef dottið inn á það að segja afi og amma.... Ég er mjög kát og glöð, en nett ákveðin og með skap (það er náttlega beint frá pabba, þetta með gleðina og kátínuna fæ ég audda frá mömmu )
Við sendum ykkur öllum Jóla og Nýárskveðjur og þökkum ykkur fyrir að fylgjast með okkur á árinu (þrátt fyrir hvað við vorum löt að blogga seinni hluta árs)
kossar og knús
Athugasemdir
Sæl elskurnar mínar og gleðilega jólahátíð. Mikið er nú gott að það er enn líf í síðunni hjá ykkur. Hlakka til að sjá ykkur og sérstaklega klifurköttinn ,sú er orðin dugleg og stór stelpa.
Knús og kossar til ykkar allra
Gunna Beta, 27.12.2007 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.