Komin með nafn :)

Jæja þá er ég komin með nafn og heiti Kristín Björg, enn það er í höfuðið á ömmu Kristínu og langömmu Þorbjörgu, sem að því miður dó morguninn sem ég var skírð. Mamma og pabbi segja að ég sé komin með góðan verndarengill enda var langamma Þorbjörg víst einstök kona. Það kom fullt af fólki í skírnina mína, Edda "amma" hélt á mér undir skírn og presturinn var alveg frábær. Ég var skírð heima og með hjálp ömmu minna beggja, Ölfu, Heiðu og Eddu varð úr þessi líka rosa fína veisla. Takk fyrir það, þið rukkið mig um hjálpina seinna (þýðir ekkert að ætla að rukka mömmu og pabba, þau töluðu um það við mig að ég þyrfti að endurgjalda þetta þegar ég yrði eldri svo þið verðið bara að bíða Hlæjandi ) Aldís las ritningalestur og Óðinn var ljósberi svo að allir tóku þátt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband