Sumarfríið okkar

P6080134Ég er búin að sjá það að maður setur bara inn færslur 2 á ári, einu sinni um jól og svo einu sinni um sumarið. Það er greinilega algjörlega málið.

 Ég er nýkomin heim úr maraþon ferðalagi. Við fórum fyrst austur fyrir, byrjuðum í Efri-Vík en þar gistum við eina nótt á hinu stórglæsilega hóteli  - Hótel Laki. Það er í ca 7 mín fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri þannig að um kvöldið þá gengum við upp á Systrastapa, pabbi var reyndar sá eini sem fór alla leiðina upp. Daginn eftir drifum við okkur í Hallormsstað en þar var búið að spá besta veðrinu. Á Egilsstöðum hittum við svo Jóa sem vinnur með pabba og hann og Laufey konan hans og stelpurnar þeirra komu og tjölduðu við hliðina á okkur. 

Hjördís, Svanhildur, Freyja, Kata Hauks og Ósk mættu svo allar 2 dögum seinna með samtals 7 stykki börn með sér.  Það var því alveg hrikalega mikið stuð eins og hægt er að ímynda sér Smile svo komu Kata og Júlíus daginn eftir og þá hófst nú fjörið.

Við vippuðum okkur svo öll yfir á Borgarfjörð Eystri á Bræðsluna og þar mætti Gugga með sin börn. Það var hrikalega mikil stemming á Bræðslunni og þá helst í fjörunni þegar við vorum með lítinn varðeld enda ekkert smá mikið af börnum samankomin þar, svo vissulega var stuð. 

Næsti áfangastaður var svo Ásbyrgi en þangað fórum við öll nema Kata en hún var á leið í bústað í Úthlíð. Í Ásbyrgi var algjör steik og auðvitað alveg hrikalega fallegt að vanda.  

Við fórum svo heim og þvoðum þvott eftir 10 daga ferðalag, stoppuðum bara heima í 2 daga og fórum svo í ættar útileguna árlegu sem er alltaf um verslunarmannahelgi. Þar koma saman öll systkinin hans afa Jens og börn þeirra og barnabörn. Alltaf alveg hrikalega gaman að hitta þau öll. Þetta árið var útliegan haldin á Skriðulandi sem er nálægt Búðardal. Við fórum svo í Ögur á vestfjörðum á sunnudeginum og tókum allan vestfjarðarhringinn eins og hann leggur sig. Ég var svaka stillt í bílnum bara söng og söng.

Fullt af fínum myndum komnar inn af sumarfríinu okkar svo endilega kíktu á þær Wink

knús til ykkar allra

Kristín 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband